Fyrsta bloggið :)
Jæja, fyrst litli bróðir bjó til útlit á bloggið mitt þá verð ég víst að blogga.
Fyrst verð ég nú bara að þakka mínum yndislega bróður fyrir að nenna að vesenast svona fyrir mig: Takk elsku besti Ísak, þú ert yndi!
Í gærkvöldi fór ég í alveg gífurlega gott kaffiboð til Skaka; fékk súkkulaði-möndlu-kaffi (nammi namm) og nýbakaða furstaköku með rjóma! Það sem var ennþá betra var að fá aðra nýbakaða furstaköku með mér heim...Hún er öll eftir ennþá, verður kvöldsnakkið mitt :)
Dagurinn í dag fór svo í lærdóm eins og lög gera ráð fyrir stuttu fyrir próf. Komst að því að mér finnst mjög leiðinlegt að skoða smásjársýni...þau valda hausverk og ógleði! Framantalin einkenni hafa nú bæst ofan á þreytu og mjög svo slæmt útlit sem fylgir próflestri. Alls ekki gott mál.
Ég er í fýlu út í konuna sem býr til stjörnuspána á mbl.is. Spáin mín þennan daginn hljómar svona:
Steingeitin eyðir ótrúlega miklum tíma í að reyna að vera fullkomin. Allt sem hún þarf að gera er að vera hún sjálf. Hvað fjármálin varðar, mun vinátta við krabba eða fisk koma báðum til góða.
Ég eyði engum tíma í að reyna að vera fullkomin þar sem ég ER fullkomin. Hvaða bull er þetta? Ég bara spyr. Í þeirri veiku von að hinn hlutinn af spánni gæti verið réttur væri ég alveg til í að fá að vita hverjir eru annaðhvort í fiska- eða krabbamerkinu.
Hversu lengi ætli ég haldi út að blogga? Ég spái því að ég bloggi oft alveg þangað til ég verð búin í prófum!
<< Heim