"Frétt"
Stundum finnst mér undarlegt hvað ratar í blöðin, eða í þessu tilfelli á fréttavefi. Í dag var fjallað um norska könnun á mbl.is. Í könnuninni kom nefnilega í ljós að "hjón eða pör með börn eru þrisvar sinnum líklegri til að skiptast á kossum en þeir sem búa einir". Detti mér allar dauðar lýs úr höfði! Hvernig getur mögulega staðið á þessu? Er virkilega fréttnæmt að fólk sem býr með öðrum skiptist frekar á kossum en þeir sem búa einir? Mín eigin reynsla er allavega sú að kossarnir séu mun færri þegar ég er ein í kotinu.
Annað í fréttinni fannst mér öllu alvarlegra. Ekki voru það í sjálfu sér niðurstöðurnar sem vöktu athygli mína heldur hvernig þær voru túlkaðar:- Fleiri konur eða 53% sögðust kyssast oft en einungis 44% karla. Trúlegt þykir að mismuninn sem þarna má finna á milli ,,kyssenda" og ,,kossaþega" megi skýra með þeim hætti að börn hljóti marga kossa.
Þarna sýnist mér að kossar sem foreldri smellir á barn séu taldir með en ekki gert ráð fyrir því að konur get kysst hver aðra! Undarlegt mál það. Greinilegt að ekki er gert ráð fyrir því að fólk geti kysst fullorðinn einstakling af sama kyni, hvorki vini né elskendur. Aldeilis hreint merkilega fordómafullt!
<< Heim