15 febrúar 2006

Pæling

Ég þoli ekki fólk sem getur ekki séð neitt nema rassgatið á sjálfu sér! Svoleiðis fólk gerir mig alveg brjálaða. Stundum þarf fólk einfaldlega að sætta sig við að hafa hlutina einhvernvegin öðruvísi en það óskar helst þannig að öðrum líði betur. Annað er eigingirni, frekja, vanþroski og alveg endalaust margt annað sem ég ætla ekki að telja upp hér. Hvernig getur sumu fólki fundist eigin líðan miklivægust? ALLTAF! Tja...maður spyr sig.

Annars er helst í fréttum að ég hef fjóra daga til að læra undir þetta blessaða lyfjafræðipróf. Væri alveg til að hafa svona átta! En ég verð bara að vinna á tvöföldum hraða. Redda því nú líklegast eins og öðrum svona smáatriðum :S

Yfir og út :)

© Ísak Sigurjón, 2006 ⊥ HTML 4.01CSS