16 febrúar 2006

Ég er drykkjusvoli

Ég er búin að drekka svo mikið kaffi í dag að það nægði örugglega til að halda þremur fullvöxnum karlmönnum vakandi í fjóra sólahringa. Ég er samt ennþá sybbin! Í staðinn fyrir að vera hress er ég nú með hausverk og vöðva spennta upp úr öllu valdi, hraðan hjartslátt, ógleði og óeðlilega mikla svitamyndun. Ekki alveg tilætluð áhrif.

Fróðleiksmoli dagsins: Þetta kallast auka/hjá/hliðar-verkanir, krakkar mínir, og þær eru oft skammtatengdar.

Held að nú þurfi að leita á náðir sterkari lyfja en koffíns, t.d. góðs nætursvefns.

© Ísak Sigurjón, 2006 ⊥ HTML 4.01CSS