Góð helgi
Fór á tónleika í Háskólabíói á föstudaginn. Hlífa og Maggi gáfu mér miða. Ellen og KK hituðu upp og spiluðu eitt uppáhaldslagið mitt í öllum heiminum: When I think of angels. Tónleikarnir sjálfir voru nú samt með henni Lisu Ekdahl. Hún er sænsk. Hún er skrýtin, reyndar alveg stórfurðuleg. En skemmtilegur tónlistarmaður. Fékk mig til að brosa næstum alla tónleikana. Takk fyrir miðana gömlu mín.
Vaknaði svo eldsnemma á laugardagsmorguninn. Virðist vera að verða morgunhani aftur eins og þegar ég var krakki. Get ekki sagt að mér finnist það leiðinlegt. Dagarnir nýtast svo miklu betur þegar þeir byrja milli átta og níu á morgnanna. Líka algjör synd að láta svona gott veður eins og á laugardaginn fara til spillis.
Í morgun átti ég að fara að vinna kl. 8 en gleymdi að stilla klukkuna mína. Algjör auli. Það kom þó ekki að sök þar sem ég var vakin rétt fyrir átta - fékk morgunkaffi í rúmið. Lúxus!
En nú er það bölvuð skattskýrslan...
<< Heim