Prófin alveg að verða búin
Ég er orðin leið á prófum, nenni ekki að læra meira. Ég er orðin leið á veseni með rannsóknarverkefnið, nenni heldur ekki meiru af því.
Síðasta prófið er samt ekki á morgun heldur hinn. Þá tekur rannsóknarverkefnið við. Það verður gott. Loksins tími til að sinna því almennilega. Vonandi verður þá ekkert meira vesen með það.
Áðan kom ég að ketti sem hafði verið keyrt á. Kattargreyið lá líflaust í götunni. Skil ekki af hverju fólk keyrir bara í burtu. Alveg lágmark að stoppa og taka kisugreyið upp úr götunni þannig að það verði ekki keyrt yfir það aftur. Mér fannst reyndar aðallega leiðinlegt að kötturinn var ekki merktur þannig að við gátum ekki látið eigendurna vita.
Fyrir þá sem hafa áhuga á uppvaskinu mínu er eldhúsið fullt af óhreinu leirtaui og ógeði. Býst við öðrum ógeðslegum rottudraumi á næstunni.
<< Heim