Lokaspretturinn
Jæja, þá er ég komin í sveitina. Dekur og mömmumatur framundan, ásamt einhverjum lærdómi víst. Hér norðan heiða ríkir Vetur konungur og það er voða huggulegt að sitja inni í hlýjunni og horfa á skafrenninginn fyrir utan gluggan. Fæ mér kannski bara kakó til að fullkomna upplifunina.
Gangi allt saman upp hjá mér tek ég próf á mánudag og fer svo í frí frá skóla þangað til næsta haust. Mér finnst gaman í skóla en það er líka gott að breyta til.
Í tilefni breytinga ætla ég líka að klippa hárið á mér stutt. Eða réttara sagt borga einhverjum öðrum fyrir að gera það. Friðrik vill að ég liti það líka dökkt. Aldrei að vita hvað manni dettur í hug.
Skál fyrir tilbreytingu.
<< Heim