Hið ljúfa líf
Jæja þá er hin gerðin af daglega lífinu tekin við í bili, þ.e. vinnulífið. Byrjaði að vinna í dag eftir rúma mánaðarhvíld. Sem betur fer hefur lítið breyst þar og flestir samir við sig. Ekkert gaman að þurfa að læra allt upp á nýtt þegar maður kemur aftur.
Í dag hélt ég líka í fyrsta skipti í langan tíma kynfræðslu-fyrirlestur. Það var alveg ótrúlega gaman. Ég kannski svolítið ryðguð en krakkarnir hressir og skemmtilegir. Var búin að gleyma hvað það gefur manni mikið að gera þetta.
Í augnablikinu sit ég hins vegar hér heima í rólegheitunum ásam honum Friðrik. Komin í kósý-fötin, með rauðvínsglas í annarri hönd og kúbönska gleðitónlist í eyrunum.
Góður dagur, það er óhætt að segja það.
<< Heim