Karlmenn og hár
Undanfarna daga hef ég tekið eftir því að karlmenn vilja upp til hópa endilega hafa okkur konurnar (allavega þessar ungu) með sítt og mikið hár. Frá því að ég ákvað að klippa mig hef ég fengið óskir um að hætt við það eða allavega bíða frá ýmsum aðilum. Aldursbilið er breytt og spannar a.m.k. 22 ára til 88 ára. Bæði hann afi minn og Friðrik hafa bent mér á, eftir kvartanir mínar um hversu mikið verk sé að hafa þetta mikla hár, að það sé hlutverk konunar að hafa sítt hár hvort sem það sé nú þægilegt eða ekki. Afi tók skýrt fram að hann yrði skotinn í stelpum í sjónvarpinu af því einu saman að sjá sítt hár.
Reyndar eru það ekki bara karlmenn sem hafa sett út á þessar áætlanir mínar. Sjö ára frænka mín sagði þegar ég tjáði henni að hárið fengi að fjúka: Nei, þá verðurðu ekkert flott lengur! Meira að segja klippikonan mín jesúsaði sig víst í dag þegar hún frétti hvað hún á að framkvæma.
Ótrúlegt, alveg hreint ótrúlegt, hvað öðrum virðist þykja vænt um hárið sem er á hausnum á mér.
P.s. Ég vona að ég hafi ekki valdið neinum vonbrigðum með því að fjalla um mitt eigið hár í þessum pistli en ekki líkamshár karlmanna. Reyndar hef ég mikinn áhuga á hárvexti karlmanna og ekki er ólíklegt að hér birtist pistill um hann í fyllingu tímans.
<< Heim