20 febrúar 2006

Magic = óvirkur heili og svefnleysi

Jæja þá er eitt skítaprófið búið. Var súperstressuð í gærkvöldi. Hringdi í Ísak og bað hann að koma með Magic og mat handa mér. Hann mætti með umbeðnar vörur og Robba sem gaf mér Toblerone. Þeir eru algjör yndi.

En aftur að mér. Um ellefu leytið drakk ég mitt Magic. Ætlaði aldeilis að halda góðum dampi til svona tvö og læra ógisslega mikið. Um eitt gafst ég upp, heilinn var því sem næst alveg hættur að starfa og augun komin í kross. "Greinilegt að Magic virkar álíka vel og vatnsglas!" Hugsaði ég pirruð og þreytt. Skreiddist inn í rúm og þá, já þá, ákvað draslið í Magic-eitrinu að fara að virka. Svefninn kom seint og var afskaplega gloppóttur. Rúmlega fimm var ég glaðvöknuð og ákvað að læra meira. Hefði eins getað lesið klámblað eins og þessar lyfjafræðiglósur. Klukkan hálf sjö var syfjan farin að sækja ansi hart á mig og ég lagði mig aftur og "blundaði" allan tímann á símanum. Þið getið ímyndað ykkur hvað ég var roslega hress og skýr í kollinum í prófinu! Aldrei, aldrei aftur mun ég innbyrða þetta Magic-ógeð.

Af prófinu er það annars að frétta að ég vona bara að ég hafi náð a.m.k. 4,75. Spennandi að sjá hvort það tókst.

Í dag verður svo slakað aðeins á. Andlegur undirbúningur undir næstu törn. Tvær vikur af meinafræði-maniu. Gerist ekki mikið betra en það ;)

Að lokum: Til hamingju Ísland með að Silvía Nótt fer til Aþenu fyrir okkar hönd. Vona bara að fólk fatti hana.

© Ísak Sigurjón, 2006 ⊥ HTML 4.01CSS