Vikublogg
Í síðustu viku var unnið af krafti í rannsóknarverkefninu og þrír skólar heimsóttir. Við Kolbrún fengum menntaskólafiðring í magann og öfunduðumst út í krakkana fyrir að vera að upplifa menntaskólaárin. En það er víst ekki hægt að upplifa þetta aftur. Það er samt allavega stúdents-afmæli í vor. Þá verð ég bara að ná mér í menntaskóla-fílings-skammt sem endist næstu 5 árin. Loksins fengum við líka tölfræðiforritið sem okkur vantaði þannig að fljótlega ættum við að geta farið að sjá einhverjar niðurstöður.
Helginni var eytt á Norðurlandi, í hinum yndislega Skagafirði. Það var nú voða gott að fara í sveitina, hitta fjölskylduna; sitja inni með gömlu hjónunum og drekka kakó vitandi að það var ískalt og allt á kafi í snjó úti.
Núna sit ég gjörsamlega uppgefin uppi í sófa eftir vinnuna. Held að einhver hljóti að hafa laumast til að gefa öllum krökkunum sykur áður en þau komu til okkar. Allir á útopnu. En það er líka gaman stundum.
En það er best að halda áfram að pikka inn spurningalista...gaman, gaman.
<< Heim