Niðurstaða vikunnar
Tölfræðikunnátta - engin
Rugl og aulaskapur - í hámarki
Leti og ómennska - við hættumörk
Hæfileikar til að skrifa rannsóknarritgerð - mjög takmarkaðirRitgerðin gengur semsagt ekkert rosalega vel. Stressið er að byrja að læðast upp að mér. Það er ekki gott, stress lamar mig nenfnilega. Þegar ég er stressuð sit ég bara og stari á það sem ég ætti að vera að lesa. Í þessu tilfelli á ég því sennilega eftir að stara á autt "blað" á tölvuskjánum. En aftur í bévítans tölfræðina. Krosstöflur og T-próf - þetta er hebreska fyrir mér.
<< Heim