12 október 2006

Aftur í skólann

Jæja þá er skólinn byrjaður hjá mér aftur. Fannst svo rosalega gaman í fyrr að læra lyfja- og meinafræði að ég ætla að gera það aftur. Fór líka á námstækninámskeið og nú þarf ég að fara að prófa skimnu, hugkortagerð, Cornell-glósuaðferð, tímaáætlanagerð og fleira og fleira. Held að það verði full vinna bara að prófa þetta allt. Vonandi virkar bara eitthvað af þessu dóti.

Núna sit ég í skólastofunni með nýjum bekk. Skrýtin tilfinning. Gömlu, góðu bekkjarfélagar: Ég sakna ykkar. Nýi bekkurinn er samt örugglega alveg fínn. Þetta er bara dálítið undarlegt.

Verð í sveitinni um helgina. Hef ekki farið svona oft norður síðan ég flutti suður held ég.

Alltaf gott að komast aðeins á Hótel mömmu - má bara ekki vera of lengi í einu.

© Ísak Sigurjón, 2006 ⊥ HTML 4.01CSS