Hitt og þetta
Í gær héldum við upp á afmælið hans Hjartar. Allir þeir úr fjölskyldunni sem eru staðsettir hér í bænum komu og við áttum góða stund saman. Mikið rosalega er gott að hitta fjölskylduna sína.
Í dag og á morgun verða (vonandi) miklir lærdómsdagar. Á laugardaginn verð ég svo að vinna hópverkefni og á sunnudaginn er vinnudagur hjá mínum heittelskaða Ástráði! Það er því nóg að gera þessa dagana. Í hverri viku held ég að það verði minna um að vera í næstu viku en svo reynist aldrei vera.
Mikið ofsalega er ég hrædd og reið yfir þessum fréttum af nauðgunum síðustu vikurnar. Ekki séns ég þori fyrir mitt litla líf að labba ein heim úr bænum. Hvað fær einhver sem heldur konu meðan annar nauðgar henni eiginlega út úr því. Skil bara ekki svona ógeð. Reyndar er talað um að margir nauðgarar upplifi nauðgun sem ofbeldisverk en ekki kynferðislegan verknað í mörgum tilfellum. Ef þetta eru nú sömu mennirnir sem nauðguðu stelpunum við MR og Þjóðleikhúsið spyr maður sig hvort þeir skiptist á að nauðga eða hvort annar er bara aðstoðarmaður. Veit ekki hvort mér finnst sjúkara!
Ég var samt mjög ánægð þegar ég heyrði að báðar stelpurnar hafa kært nauðganirnar. Það er allt of algengt að nauðganir séu ekki kærðar. Það er samt sennilega af því að það er erfitt fyrir fórnarlambið að ganga í gegnum skýrslutökur og réttarhöld, fáir eru dæmdir og þeir sem eru dæmdir fá dóma sem hæfa því frekar að þeir hefðu brotist inn í sjoppu. Það má samt fagna því að það er verið að víkka út hugtakið nauðgun í lögunum, það verður semsagt ekki bara "typpi í píku" lengur. Ótrúlegt að hingað til hafi það ekki talist nauðgun þegar hnefa er troðið upp í leggöng gegn vilja konunnar!
Jæja best að snúa sér að námsefninu áður en blóðþrýstingurinn hækkar upp úr öllu valdi.
Þangað til næst...
<< Heim