14 október 2006

Í sveitinni

Hef eiginlega ekki sest niður, nema rétt til að borða, síðan ég kom. Ég og gamla settið vorum í allan gærdag og dag að skera kjöt, hakka kjöt og pakka kjöti. En nú er þetta búið. Hálft naut komið í frystinn í notendavænum umbúðum.

Við erum öll afskalega þreytt en glöð og sæl með þetta afrek okkar. Nú tekur bara við leti og ísát þannig að við missum örugglega enginn kíló í hamaganginum.

Annað í fréttum er að Hlífa mín átti afmæli í gær. Varð víst alveg 32 ára. Til hamingju með það, gamla mín. Maggi varð svo 31 þann 5. og óska ég honum líka til hamingju með það. SMS-ið sem ég sendi honum komst víst ekki til skila (eða réttara sagt sendi ég það óvart til allt annarrar manneskju). Finnst nú frekar súrt að missa af afmælisveislunum en það verður að hafa það í þetta skiptið.

© Ísak Sigurjón, 2006 ⊥ HTML 4.01CSS