Rólegt föstudagskvöld
Held að ég hljóti að vera veik. Það er föstudagskvöld og ég er í alvörunni heima að læra. Var að hugsa um að kíkja á alla fullu læknanemana í bænum í kvöld en er orðin svo gömul að ég veit ekki hvort ég nenni því.
Best að vera bara heima og baka múffur til að fara með til Ómars á sunnudaginn - hann sagði nefnilega að ég ætti að koma með svoleiðis. Er farin að halda að hann tali við mig bara til að fá að borða. Kom fyrir algjöra tilviljun í heimsókn tvo daga í röð þegar ég átti lummur. (Já, ég gerði lummur!) Hmmm. Það þyrfti kannski aðeins að endurhugsa þessa vináttu. Ómar: Þú manst vonandi að ég á ennþá samninginn!
Annað mál er að mér finnst mjög frekar óhugnalegt að fólk sé handtekið fyrir að blogga um viðkvæm mál. Nei, nei ég er ekki að bulla þetta var í grein á mbl.is. Það er kannski best að lesa bloggið sitt yfir og taka vafasama hluti út, þ.e. framkvæma bloggskoðun.
Kveðja, gamla húsmóðirin.
<< Heim