08 desember 2006

Rauðvín og vegamál

Ja hérna hér. Karlinn fer út á morgun. Afríka er áfangastaðurinn í þetta skiptið. Af því tilefni ákváðum við að fá okkur rauðvínsglas. Nú er flaskan búin. O-bobb-obb! Held við séum bæði farin að finna á okkur. En svona verða víst slysin.

Áfram í sambandi við slys...Hvað er þetta með breikkun Suðurlandsvegar. Getur fólk ekki bara keyrt á hæfilegum hraða og slakað aðeins á í framúrakstrinum. Það ætti bara að setja nokkur stykki löggumenn á leiðina og þvinga umferðarhraðann niður í 90 km/klst. Held að þá væri tvöföldun ekkert nauðsynleg í bráð. Hvað ef það er svo rétt að það verði meiri hálka ef vegurinn verður breikkaður? Hvernig endar þetta þá? Ekki er heldur eins og það séu til endalausir peningar og mér finnst vera til mikilvægari atriði á Íslandi en þetta, jafnvel í vegaframkvæmdum. Mér finnst líka skrýtið að það eigi að ákveða að gera eitthvað svona áður en það er komið í ljós hvað það kostar eða hvernig á að framkvæma það.

Ekki það að slysið sem varð þarna um helgina var hræðilegt. Fjölskyldurnar sem tengjast þeim sem í því lentu eiga vissulega um sárt að binda. En var slysið vegna slæms vegar eða óvarkárs akstur? Mér finnst það vera spurningin sem þarf að svar áður en lengra er haldið.

Ég efast ekki um að það er fullt af fólki ósammála mér - endilega skellið inni einni athugasemd, eða tveimur.

Er ekki frá því að Gribban hafi skotið upp kollinum við skrif þessarar færslu.

© Ísak Sigurjón, 2006 ⊥ HTML 4.01CSS