08 nóvember 2006

Bloggað í skólanum

Jæja, hér hefur ekki verið bloggað í ár og öld.

Það er bara svo brjálað að gera að ég hef ekki fundið tíma til að þess.

Nú fann ég hins vegar alveg ágætis blogg-tíma; lyfjafræðifyrirlestur sem fjallar um lyfjamælingar í blóði. Úff púff.

Ég er búin að fá ógeð á prófkjörsumræðu. Endalaust er þetta í fréttum, heilsíðuauglýsingar í blöðunum og svo er tekið viðtal við frambjóðendur í beinni um stöðu mála þegar búið er að telja 30% atkvæða. Hvaða rugl er þetta eiginlega? Getur fólk ekki bara fylgst með frambjóðendum í sínum flokki og svo mætti bara tilkynna þegar búið er að telja hver niðurröðunin var. Kannski er þetta bara ég.

Mér finnst samt undralegt hvernig svipaðir en ótengdir hluti gerast á svipuðum stað í tíma og rúmi. Fyrir nokkrum vikum var allt fullt af fréttum um svakalegar nauðganir. Núna eru hús að brenna út um allt, ýmist fyrir slysni eða af því að kveikt var í. Sem betur fer hefur enginn dáið enn, en tveir liggja þungt haldnir á sjúkrahúsi.

Ótrúlega undarlegar tilviljanir.

Allt annað mál: Mjög skondið að setja maríjúana í hamborgara og selja löggunni þá. Kannski ungir frjálshyggjumenn ættu að prófa að gera þetta áður en þeir reyna að selja áfengi út á götu aftur. Gengi kannski betur ef lögreglan væri dópuð.

Kveðja, Fréttapælarinn.

© Ísak Sigurjón, 2006 ⊥ HTML 4.01CSS