Bloggað fyrir Kramer
Úff, úff, úff. Erfið helgi. Í réttri röð: Djamm, þynnka, skvass í þynnku, vinna í þynnku og með ótæpilegan skjálfta í spaðahendinni, laufabrauðsgerð. Allt mjög skemmtilegt. Tja, já, nema þynnkan. Hún skemmdi líka mikið af hinu. Helvítis vesen. Aldrei, aldrei aftur.
En það var samt alveg fáránlega gaman í skvassi. Sé fram á að það verði nýjasta æðið hjá mér. Það hefur reyndar þá leiðinlegu aukaerkun að ég get ekki skrifað og ekki drukkið með hægri hendi, en það hlýtur að jafna sig. Greyið Ísak verður bara alltaf að fara tvöfalda tíma þannig að ég geti líka verið með. Þú hefur nú bara gott af því Skaki minn. Svo kemur líka bráðum skvass-einkakennarinn minn til landsins. Hann veit bara ekki ennþá að hann er einkakennarinn minn. Reyndar hefur hann meira að segja neitað að kenna mér á þeim forsendum að ég sé svo erfið. Hér með fellur sá dómur ómerkur niður af því að ég vil það.
Laufabrauðsgerðin gekk ekkert smá vel. Við fengum meira að segja þá ánægju að gefa innflytjenda frá Rússlandi innsýn inn í íslenskar jólahefðir. Alltaf gaman að því þegar fólk sem flyst til landsins leggur sig fram við að kynnast landi og þjóð.
Jæja Kramer, ég bloggaði. Nú þú!
<< Heim