11 júní 2007

Nokkrir punktar

Ég er auðvitað löngu komin til landsins eins og flestir hafa sennilega giskað á. Ég er hins vegar ekki búin að koma neinu lagi á myndasafnið mikla frá því í ferðinni þannig að þær verða ekki til sýnis alveg strax (þetta gerir letin sko við mann).

Ég er að vinna flesta daga núna. Á samt stundum frí og panta sól alla þá daga. Já, takk! Verð að ná mér í meiri brúnku þar sem að allir spurðu hvernig ég hefði farið að því að halda mér svona hvítri í Thailandi (sem er auðvitað bara dónaleg spurning gott fólk).

Hann Ísak litli bróðir minn er að fara að útskrifast úr HÍ. Hvað skal gefa ungum, einhleypum karlmanni í útskriftargjöf?

Nú er uppþvottavél í íbúðinni minni. Hún er uppáhalds tækið mitt. Núna er mér alveg sama þó að allir sem fá sér bjór heima hjá mér vilji drekka hann úr glösum. Hugtakið "að spara uppvaskið" heyrist ekki lengur á þessu heimili.

Þar sem að ég hef ekki bloggað í tæpan mánuð er sennilega enginn að lesa þetta!

© Ísak Sigurjón, 2006 ⊥ HTML 4.01CSS