30 júní 2007

Svindl-"dagur"

Það er svindl-dagur hjá mér núna. Sit í rólegheitum og naga bingó-kúlur. Samkvæmt matarprógramminu sem ég fylgi að nokkru leyti má maður nefnilega að leyfa sér einn svindldag á viku. Klárlega það besta við prógrammið. Nýti þetta út í ystu æsar. Búin að borða humar með rjómasósu og eplaköku með ís í kvöld (eða í gærkvöld kannski frekar). Ég er reyndar ekki alveg viss um að meiningin með því að leyfa svindldag hafi verið sú að borða eins mikla óhollustu og hægt er.

Ég hef ennþá smá áhyggjur af því að ég láti lífið á einni æfingunni en þær fara minnkandi. Ég er búin að vera á næturvöktum í þessari viku og er einmitt á einni slíkri núna. Ég ætti að mæta á æfingu kl. 9-11 í fyrramálið en treysti mér varla þar sem að þá verð ég búin að vaka í tæpan sólahring. Er ég algjör auli?

Annars er eitthvað mjög lítið í fréttum. Þessa dagana mæti ég í vinnuna og sef þess á milli. Ég þoli næturvaktir greinilega mjög illa. Sef miklu meira en venjulega en er miklu þreyttari. Ömurlegt. Ég dáist að fólki sem getur unnið á nóttunni meira og minna árum saman.

Þegar ég kem heim núna á eftir verður Flugmaðurinn lagður af stað í 2. vikna vinnuferð til Afríku. Heimsóknir eru því sérstaklega vel þegnar á næstunni

P.s. Ásláttar og stafsetningarvillur eru afsakaðar með óráði sökum þreytu.

© Ísak Sigurjón, 2006 ⊥ HTML 4.01CSS