22 febrúar 2006

Köld og blaut

Var að koma heim úr Kringlunni. Ákvað að ég hefði nú bara gott af því að labba þangað. Skellti iPod-inum í eyrun og þarmmaði af stað. Þrammið hætti reyndar fljótlega vegna þrálátra verkja í fótum eftir óþarflega mikla heilsurækt gærdagsins. Ég skreiddist því einhvernvegin áfram meðan rigningin, sem var bara smá úði þegar ég lagði af stað, breyttist í dembu. Þegar ég komst í Kringluna rann vatnið úr hárinu á mér og buxurnar höfðu tekið á sig nýjan og mun dekkri lit. Ég lauk innkaupum á methraða og komst að því að strætó átti að fara eftir 2 mín. Snilld...gat nefnilega ekki hugsað mér að labba aftur heim. Fór út í skýli...beið í f***ings 30 mín eftir strætó. Varð mjög kalt af biðinni. Held að ég þurfi heita sturtu og kakóbolla til að ná líkamshitanum upp fyrir 35°C.

Það sem gerir þetta ennþá skondnara eru ófarir gærdagsins. Þá ákvað ég að það væri upplagt að fara út að skokka. Ekkert nauðsynlegra í prófum en hreyfing og ferskt loft, ekki satt? Vissi reyndar að það var smá rigning en það er bara gott að skokka í rigningunni, loftið miklu betra og svona. Lagði af stað og uppgötvaði að það var miklu, miklu meira en smá rigning. Þrjóskan alræmda gerði það þó að verkum að mér datt ekki í hug að fara eitthvað styttra en ég hafði ætlað mér í upphafi. Kom þess vegna heim nokkrum kílóum þyngri en þegar ég lagði af stað. Held að vegfarendur sem mættu mér hafi haft verulegar áhyggjur af geðheilsu minni.

Afleiðing þessara hræðilegu ófara er sú að nú neita ég að fara út úr húsi nema vera sótt á bíl alveg upp að dyrum. Og hananú!

© Ísak Sigurjón, 2006 ⊥ HTML 4.01CSS