Þóra frænka
Löngunin til að blogg hellist afskaplega sjaldan yfir mig þessa dagana eins og augljóst er á þessari síðu.
Kemur þetta til af ýmsu en sennilega er fyrst og fremst um svokallaðan heiladvala. Hann hefur valdið því að gerjunin sem yfirleitt á sér stað inni í höfuðkúpunni á mér hefur hætt (vonandi aðeins tímabundið) og því kemur ekki yfir mig þessi knýjandi þörf til að deila hugsunum mínum með öðrum íslenskumælandi jarðarbúum.Fyrir rúmri viku gerðist reyndar hinn merkilegasti atburður sem ég er nú loksins að koma mér í að skrifa um. Að kvöldi 31. júli, svona um tíu-leytið, hringdi síminn minn þar sem ég var stödd í vinnunni. Þegar ég svaraði sagði lítil, afskaplega spennt rödd Báru frænku "Sigurbjörg, vatnið er farið. Sjúkrabíllinn er á leiðinni." Þarna var að sjálfsögðu um að ræða legvatn því að litila krílið hennar Hlífu systur minnar hafði ákveðið að koma út í stóra heiminn utan við bumbuna. Þar sem að ég átti að fá að vera viðstödd þá athöfn dreif ég mig upp á spítala og tók með mér ýmislegt til að stytta mér stundir við biðina og ullarsokka til að mér yrði ekki kalt á tánum. Krílið var reyndar að flýta sér afskaplega og kl. 02:26 fæddist lítil stúlkukind sem hlaut nafnið Þóra. Það varð því ekki mikil þörf á dægrastyttingu en móðirin gat nýtt ullarsokkana góðu. Hún Þóra var 50,5 cm og 3895 g og því nokkuð ljóst að hún fékk alla þá næringu sem hún þurfti á þessu upphafsstigi lífs síns. Þóra er að sjálfsögðu svo fögur að erfitt er að horfa á hana sökum ofbirtu sem kemur þá í augun, enda er hefur hún að einhverjum hluta sömu gen og ég.
Þess ber að geta að móður, föður og börnum heilsast vel.
Hér á eftir fylgja nokkrar myndir af þessum nýjasta fjölskyldumeðlim.
Alveg glæný. |
Hjá stoltum foreldrum. |
Ánægð stóra systir |
Frænkurnar á fæðingarstofunni. |
Það þarf líka að æfa svipbrigðin til þess að einhver hlusti á mann.
Vera reið... |
...og svo brosa. |
<< Heim