Hommar, býflugur og hákarlar
Pirringur dagsins: Alþjóðlegar reglur um að karlmenn sem hafa haft samræði við annan karlmann megi ekki gefa blóð. Já, og heldur ekki konur sem hafa haft sofið hjá karlmanni sem hefur haft samræði við annan karlmann. Finnst þetta alveg út í hött.
Í morgun kom auglýsingabæklingur inn um lúguna. Hann var fullur af myndum af öskudagsbúningum. Það fóru að rifjast upp fyrir mér búningar sem ég átti þegar ég var lítil. Einu sinni var ég býfluga. Búningurinn var svakalega flottur og fyrirferðamikill. Niður úr honum stóðu örmjóar spírur sem voru víst fæturnir á mér. Minnir óþægilega mikið á sjálfa mig nokkrum árum seinna - á fermingardaginn.
Hákarlar eru ekkert vondir. Þeir ruglast bara stundum á okkur og einhverjum öðrum dýrum. Sjáið bara hér. Enda eigum við auðvitað ekkert (frá náttúrunnar hendi) að vera að svamla á margra metra dýpi lengst úti í sjó.
<< Heim