Varúð eplaskeri!
Held að ég hljóti að geta fengið einhvern titil fyrir það hvernig mér tekst alltaf að meiða mig.
Skýring: Í gær fór ég í IKEA og keypti mér eplaskera. Þegar ég kom heim flýtti ég mér að taka utan af skeranum og við það þrýsti ég einum fingrinum mjög fast á hnífinn. Þannig komst ég að því að blaðið á svona skera er mjög beitt. Með samhentu átaki tókst okkur Ísaki samt að stöðva ógurlegt blóðflæðið og svo var farið í apótek til að geta sett einhverjar umbúðir á putta-greyið. Þetta hefur í för með sér sársauka við skrif á tölvu. Bölvað vesen.
Ég er auli!
Ekki var nú samt allt slæmt um helgina. Ég keypti mér tvö pör af skóm. Bæði voru þau með háum hælum. Þetta er einstakt og eftirtektarvert dæmi. Reyndar keypti ég þá ekki beint...ég valdi og mamma heimtaði að borga. En það var líka fínt. Takk mamma.
Þetta var semsagt góð helgi með sársaukafullum endi.
<< Heim