Hver ber ábyrgðina...
...á öllum þeim sokkum sem hverfa? Þeir virðast gufa upp einhvertíman eftir að þeir eru teknir af skítugum bífum og áður en hægt er að para þá aftur og koma fyrir í skáp eða skúffu.
Það sem mig langar samt mest að fá skýringu á er: Af hverju týnist alltaf bara annar sokkurinn úr parinu? Hinn liggur stakur eftir og bíður eftir að hans eini, sanni félagi birtist aftur.
Málið er semsagt að þessi einhleypu sokkagrey fara alveg óheyrilega mikið í taugarnar á mér. Ég vil ekki henda þeim ef ske kynni að mótaðilinn birtist skyndilega (því einhverstaðar hlýtur hann að vera) þannig að þeir safnast upp. Hrúgan bara stækkar og stækkar.
Er ég eina manneskjan sem á við þetta vandamál að stríða?
<< Heim