22 september 2007

Útskýring

Mér var bent á að sumir (nefnum engin nöfn) hafi ekki skilið síðasta blogg mitt hér. Það tilkynnist því hér með að þetta er síðasta bloggið mitt hér því að ég er farin að blogga á sigurbjorg.com og þetta er tengill á þá síðu.

19 september 2007

Ég er flutt...

17 september 2007

Ég var búin að gleyma...

...hvað það er vont að fá hlaupasting og hvað það er gott að fara út að skokka í smá rigningu

04 september 2007

Gleði, gleði

Það er ókeypis fyrir mig í strætó. Það er frábært og ég nota mér það mikið.

Ég ER búin að vera dugleg að læra í dag.

Elsku besta Hlífa mín og hennar fjölskylda eru ennþá hjá mér og hjá þeim fæ ég oft að borða.

Ég finn reyndar enga leið til að snúa við síðasta punktinum síðan í gær. Nema kannski get ég skrapað saman peningum fyrir ferð. Kaupi bara lítið. :)

Síðast en ekki síst ætla ég að vera glöð yfir vinum mínum. Af því tilefni endurtek ég gamalt blogg. Ómar, þetta er áminning um hvernig þú átt að vera ;).

Hrósið fær...

...Ómar Sigurvin fyrir að vera frábær. Hann gerði við mig besta samning í heimi. Hann gaf mér eina fyndustu og mest pirrandi mynd í heimi, Office Space. Hann keypti handa mér Pepsi Max og kom með til mín. Hann keyrir úr Grafarvovgi til að fara í ísbíltúr í Vesturbæinn. Hann lét fjölskylduna mína gefa mér frábæra afmælisgjöf. Til hvers meira getur maður ætlast af vinum sínum? Veit ekki hvað öðrum finnst en ég held að hann hafi náð toppnum!

Var þetta ekki jákvætt blogg?

03 september 2007

Kvartanir og kvein

Ég vil ekki meiri rigningu í bili. Er ekki hægt að safna undirskriftum eða eitthvað?

Ég vil vera dugleg og skipulögð í lærdómnum. Sennilega hjálpa undirskriftir ekkert í því máli.

Ég sakna bróður míns og frændanna minna tveggja sem eru allir fluttir norður í land. Strákar mínir handa hverjum á ég nú að elda?

Mig langar í verslunarferð til útlanda. Bara að peningar væru ekki nauðsynlegir til að komast til útlanda og til að borga fyrir vörur í búðum.

Á morgun verður komið að því að finna jákvæða punkta.

© Ísak Sigurjón, 2006 ⊥ HTML 4.01CSS