15 maí 2007

Thailand - 5

Jaeja. Ta erum vid komin med rettindi sem advanced open water diver. Voda flott. Erum buin ad profa ad kafa nidur a 30 metra, kafa eftir myrkuri og turftum ad laera ad rata sjalf nedansjavar. Vid erum semsagt buin ad vera her a Koh Tao i 4 daga sem ad mestu leyti hafa farid i kofun. Vid saum hakarla i fyrstu kofuninni okkar her. Alveg mognud upplifun tratt fyrir ad teir hafi nu ekki verid storir.

Kennarinn okkar a namskeidinu sem vid tokum her heitir Santi og er alveg snargedveikur. Hann kafar a kvenkyns nemendum sinum og gerir grin ad ollu og ollum. Svo talar hann ensku med alveg skelfilegum hreim sem er ekkert likur teim hreim sem adrir Thailendingar hafa. Vid skildum tvi ekki allt sem hann sagdi og stundum jafnvel bara ekki neitt. A namskeidinu med okkur voru nokkrir Bretar og einn Kanadamadur og tau skildu ekkert meira! Hann vandist samt otrulega vel greyid og tegar vid vorum buin ad eyda tveimur dogum med honum vorum vid farin ad kunna alveg saemilega vid hann. Hann veit allavega alveg hvad hann er ad gera tegar kemur ad kofun og tad er tad sem skiptir mali.

Til ad drepa ykkur nu ekki alveg ur leidindum skal eg svo haetta nuna ad tala um kofun.

Seinnipartinn a morgun forum vid til Bangkok og verdum komin tangad seint annad kvold. Seint a fostudagskvold leggjum vid svo af stad til Nordurlandanna aftur. Ekki alveg akvedid hvort vid forum til Kaupmannahafnar eda Stokkholms. Vid aettum tvi ad vera komin heim a laugardaginn. Tad er alveg otrulega skrytid ad hugsa um tad ad verda bradum aftur komin heim i kuldan a Islandi, turfa ad maeta i vinnu og allt bara eins og venjulega.

Se ykkur a klakanum.

Yfir og ut.

09 maí 2007

Thailand - 4

Hallo hallo. Langt sidan sidast.

Eins og eg sagdi leigdum vid okkur bil og keyrdum til sudur Thailands. Tad tok okkur trja daga ad komast hingad til Krabi og tad rigndi naestum allan timann!

Fyrsta daginn komumst vid nu ekki mjog langt og gistum i bae um 300 km fra Chang Mai sem heitir Sukothai. Vid fundum alveg yndislegt litid gistihus tar og fengum bungalow fyrir nottina. Eins og eg sagdi var allt a floti og i gardinum var fullt af froskum og litlum edlum. Eg helt ad eg naedi Fridrik bara ekki inn svo gladur vard hann ad sja loksins froska i tessu landi. Hann nadi einum en var vinsamlegast bedinn um ad sleppa honum og tvo ser um hendurnar tar sem ad tetta vaeru eitradar kortur. Eftir tad neyddist hann tvi til ad lata ser naegja ad horfa. Gistingin, kvoldmatur, einn bjor a mann og morgunmatur kostadi okkur taeplega 3000 ISK - veit nu ekki alveg hvort madur hefur efni a tvi ad vera i tessu landi ;)

Daginn eftir kiktum vid a Gomlu-Sukothai sem er eins og nafnid gefur til kynna gomul borg. Tad sem ad stendur eftir eru eiginlega bara hluti af borgarveggjunum og svo fullt af rustum af hofum og Buddha-styttum. Tetta var alveg rosa flottur stadur en tvi midur var svo mikil rigning ad vid nenntum ekki ut ur bilnum og keyrdum tvi bara i gegn. Afram heldum vid ad keyra - eda rettara sagt Fridrik tvi ad eg er ekki med okuskirteini og matti tvi ekki keyra. Tennan dag komumst vid miklu lengra, keyrdum um 600 km, tratt fyrir ad turfa ad keyra i gegnum uthverfi Bangkok og umferdin tar er alveg skelfileg. Vid gistum i bae sem heitir Phetchaburi (minnir mig allavega) tar sem vid fundum gistingu a alveg hraedilega skitugu gistiheimili, sem reyndr kallar sig hotel. Sturtan var ror og husgognin voru gjorsamlega ad hrynja i sundur. Tad versta var samt hvad allt var skitugt. Veggirnir sem hofdu einhvertiman verid maladir hvitir voru med alls kyns litum skitarondum. Tad eina sem var jakvaett tar var ad tad var gekko (litil edla) i herberginu. Hann stod sig greinilega vel i flugnaati tar sem ad tessa nott fengum vid engin bit tratt fyrir ad ekki vaeri haegt ad loka gluggunum alveg. Vid fordudum okkur af tessum stad um leid og vid voknudum.

Naesta tag komumst vid alla leid til Krabi. Adeins adur en vid nadum hingad saum vid Buddista-nature park. Tad var mjog fallegur stadur. Madur gengur inn i gegnum eins og gat a klettavegnum og ta opnast tonokkud stort svaedi sem er eins og hola ofan i klettinn. Fullt af opum halda sig svo tarna hja munkunum tannig ad tad voru teknar ca. 60 apamyndir i vidbot. Her i Krabi fundum vid svo alveg agaetis gistiheimili sem heitir A Mansion. Tar eru herbergin sem betur fer hrein, fyrir utan nokkra litla maura. I herberginu okkar tar er lika gekko, alveg pinulitill greyid. Orugglega ekki nema 6 cm. Fridrik nefndi hann og ber hann nu nafnid Steingrimur.

Fyrsta daginn her i Krabi var nu ekki mikid gert. Vid roltum um og keyrdum svo til Ao Nang sem er litill stranbaer her stutt fra. Tar fundum vid bud med kofunarbunad og keyptum okkur froskalappir og sko ur neopreni. Pinu verid ad spreda. Naesta dag forum vid i siglingu til eyju sem heitir Koh Hong. Tar rerum vid a kajak umhverfis eyjuna, snorkludum og slokudum a. Vid eyjuna er eins og litid lon i sjonum og tagad tyrptust hundrudir fiska. Vid gafum teim melonur og ananas ad borda en tad var greinilega ekki nog tvi ad einn teirra beit mig til blods i fingurinn. Bolvadar frekjur. Tennan dag var sol allan daginn og vid possudum okkur vist ekki alveg nogu vel a henni blessadri tvi ad nu erum vid sjalflysandi bleik a litinn a voldum svaedum. Um kvoldid for Fridrik ad skila bilaleigubilnum. Eg lagdi mig og tegar eg vaknadi var hann ekki kominn. Eg beid og beid. Eftir ruma tvo tima var eg farinn ad hafa virkilegar ahyggjur af tvi ad eitthvad hefdi komid fyrir. Eg reyndi ad hringja i hann en fekk bara talholfid. Tegar hann loksins kom var eg farin ad velta tvi alvarlega fyrir mer hvert eg aetti ad snua mer til ad finna hann ef hann hefdi lent a sjukrahusi. Eg held ad eg hafi aldrei verid jafn fegin ad sja manninn.

I morugun voknudum vid svo snemma og forum i kofun. Vid vorum vel varin fyrir solinni tennan dag - solarvorn, sun-block og bolir med sidum ermum. Vid forum i tvaer kafanir, um 40 minutur hvor. Tad var alveg aedislega gaman ad komast loksins aftur i ad kafa. Vid hofdum sma ahyggjur af tvi ad vid hofdum ekki kafad i um 10 manudi og dive-masternum sem for med okkur fannst tad nu ekkert serstaklega snidugt heldur. Vid stodum okkur hins vegar alveg otrulega vel og allt gekk eins og best verdur a kosid. Skyggnid var reyndar ekki nema 5-6 metrar en vid saum samt alveg fullt af alls kyns fiskum og meira ad segja saehest. Vid vorum med litla vatnshelda myndavel og vonandi hefur eitthvad af myndunum tekist saemilega. Tegar forum i seinni kofunina var vedrid ekkert serstakt lengur, farid ad kvessa og rigna. Nidri i sjonum var allt med kyrrum kjorum en tegar vid komum aftur upp var ordin talsverdur oldugangur. Skipstjorinn var buinn ad taka fram bjorgunarhringi og allt. Oldugangurinn vard til tess ad vid logdum ad i Krabi en ekki i Ao Nang tadan sem vid forum. Nuna er semsagt alveg hellirigning og buid ad rigna i marga tima.

Um kl. 4 a morgun leggjum vid svo af stad til Koh Tao (eyjunnar i Thailandsfloa sem vid aetlum ad vera i viku a) og verdum komin tangad um kl. 07 tann 11. Tad er voandi ad tad rigni minna a okkur tar og tad verdi minni vindur svo ad skyggnid i sjonum verdi nu saemilegt tvi tar aetlum vid a kofunarnamskeid.

Latum heyra i okkur aftur vid taekifaeri.

Folkid i Thailandi sem er ekki lengur svo hvitt.

03 maí 2007

Thailand - 3

I gaer leigdum vid okkur bil og keyrdum nordur fyrir borgina (Chang Mai) til ad skoda okkur svolitid um. Vid byrjudum daginn a stad sem kallast Monkey Farm. Vid heldum ad tar vaeru margir apar og gaman ad koma (audvitad var eg ad vonast eftir gibbonum). Tad kom hins vegar i ljos ad tetta er pinulitill stadur med adeins einni apategund, sem eg get i augnablikinu alls ekki munad hvad heitir. Aparnir voru allir bundnir eda i pinulitlum burum. Tad var haegt ad klappa tveimur litlum (1 og 1 1/2 ars) og haegt ad fa ad sitja med tann tridja. Svo var syning sem var voda flott en lika hraedilega sorgleg - eins og stadurinn sjalfur. Aparnir geta laert alls kyns kunstir og eru m.a. notadir til ad na i kokoshnetur upp i tre.

Eftir tessa halfgerdu fyluferd forum vid i Go-kart. Tar var eg vaegast sagt tekin illa i rassgatid, drengfjandinn hringadi mig a.m.k. trisvar. Urrr. Tratt fyrir ad hafa verid svekkt med apa-gardinn akvadum vid nu samt ad fara og skoda fila-gard. Hann reyndist alveg aedislegur. Tar var lika syning a ymsum sem filar geta og tad er alveg otrulegt hvad teir eru fimir tratt fyrir ad vera svona storir og tungir. A syningunni var bedid um sjalfbodalida og eg skellti mer liklegast. Eg var latinn fara i pilukast keppni vid ungann fil. Tad hlytur ad gledja ykkur oll osegjanlega mikid ad eg vann. Tegar syningin sjalf var buin fengum vid svo taekifaeri til ad klappa filunum og lata taka myndir af okkur med teim tar sem teir halda utan um okkur med rananum.

I gaerkvoldi forum vid svo a sma bar-rolt og spiludum pool. Af einhverjum oskiljanlegum astaedum tapadi eg lika tar fyrir Fridrik. Skil bara ekkert i tessum fjanda. Vid kynntumst tveimur breskum monnum sem bua her og annar teirra gerdi allt sem hann gat til ad fa Fridrik til ad flytja hingad. Svei mer ef hann er lika ekki bara alvarlega ad hugsa um tad. Vid hittum lika alveg yndislegar stelpur sem voru ad afgreida a barnum. Ein teirra sa bitin a mer og lagdist a hnen a golfid til ad bera eitthvert thailenskt tofralyf a tau. Tad er ekki haegt ad segja annad en ad folkid her se nu bara alveg agaett.

I morgun leigdum vid okkur svo litil motorhjol og runtudum um baeinn. Vid letum lika loksins verda af tvi ad fara i oliunudd. Tad var algjor draumur og kostadi ekki nema 2000 isk. fyrir okkur baedi i klukkutima.

A morgun leggjum vid svo af stad keyrandi sudur a boginn. Vid aetlum okkur ad taka nokkra daga i ad keyra i rolegheitunum til sudur-Thailands. Tann 11. eigum vid nefnilega bokad herbergi a eyju vestur af landinu sem heitir Ko Tao.

P.s. Eg veit ad tid truid tvi ekki en eg er buin ad fara baedi i fot- og handsnyrtingu og er med bleikt naglalakk!

01 maí 2007

Thailand - 2

Jaeja. Tad hefur nog gerst sidan eg skrifadi sidast. Her kemur sagan i grofum drattum:

Vid forum semsagt med naeturlest fra Bangkok til Chang Mai. Ferdin var hin finasta tratt fyrir ad klefinn vaeri nu ekki stor. En hann rumadi okkur og tad er tad sem skiptir mali. Vid svafum betru tessa nott en vid hofdum gert adur i ferdinni, sennilega ut af taegilegu ruggginu i lestinni. Tegar vid komum a afangastad um 1 klst. of seint (hef a tilfinningunni ad Thailendingar hafi ekki miklar ahyggjur af nakvaemum timasetningum) toludum vid vid einhverja konu i "tourist information" bas og hun fylgdi okkur a hotelid. Keyrslan kostadi 30 baht (um 60 isk) fyrir hvort okkar a hotelid. A leidinni reyndi konugreyid hvad hun gat ad fa okkur til ad fara i alls konar ferdir a sinum vegum, brosandi og hlaejandi eins og allir her.

Tegar vid komum a hotelid komumst vid ad tvi ad tad sem vid heldum ad vaeri bara svona allt i lagi er barasta alveg hreint glerfint hotel. Tar ad auki var herbergid sem vid attum ad fa ekki laust tannig vid fengum miklu flottara herbergi i stadinn. Luxuslif!

Her i Chang Mai er allt trodfullt af ferdamonnum og tar af leidandi lika af teim sem reyna allt til ad graeda a teim. Fyrsta daginn her roltum vid bara um. Vid vorum stoppud a fornum vegi af folki sem vildi spjalla. Einn teirra var Japani sem var lika ad ferdast her. Hann benti okkur ad tad vaeri serstakt kynningarverd i klaedskerabud sem rekin er af rikinu tennan dag. Fridrik dreif sig tvi tangad og pantadi ser jakkafot og tvaer skyrtur (a aldeilis eftir ad verda flottur a tvi). Naesta dag skodudum vid gamalt budda-hof sem var alveg rosalega flott en laus vid allan iburdinn sem ad einkennir svo morg hof her. Vid keyptum okkur svo ferd upp a fjall i nagrenninu tar sem er mjog stort og flott budda-hof (tess ma geta ad tau eru bokstaflega ut um allt tessi hof). Tar er mikill iburdur og fullt budum medfram tessum 300-og eitthvad troppum sem tarf ad labba til ad komast tangad. Eg freistadist til ad kaupa mer tvo litla Budda, einn happy-budda og annan Thailenskan, teir kostudu heilar 900 isk.

A sunnudag logdum vid svo af stad i tryggaja daga gongu. Vid hofdum nu aetlad ad kaupa okkur 5 daga gongu en tad er vist ekki i bodi tegar tad er hot season. Ferdin hofst a tvi ad okkur var keyrt i "fila-budir" og forum tar a filsbak. Tad var otrulega skrytin upplifun. Fyrst satum vid i stol sem festur er a bakid a filnum eins og hnakkur en svo fengum vid baedi ad profa ad sitja a halsinum a filun. Ta liggja faeturnir a manni nidur medfram halsinum og eyrun liggja utan a fotleggjunum. Tad kom okkur svolitid a ovart hvad teir fara haegt yfir en tad er vist af tvi ad teir passa svo vel hvar teir stiga nidur. Tvi naest hofst gangan. A fyrst klukkutimanum attudum vid okkur a ad vid tokum of mikid med okkur og ad tad er alveg fjandi erfitt ad labba upp brekkur i svona hita. "Ad svita" fekk algjorlega nyja merkingu. Eg helt satt ad segja ad eg myndi deyja. En vid komumst upp ad lokum. Vid vorum bara fjogur i hopnum. Med okkur var einn Frakki og einn Sudur-Koreumadur. Leidsogumadurinn okkar var svo hann Nong sem er alveg frabaer. Tegar vid vorum ad berjast vid ad komast upp tessa longu brekku tok Nong skyndilega a ras ut af signum kallandi og berjandi i jordina. Hann hafdi sed snak og elti hann eins og odur madur. Hann greip upp spytu og bardi snakinn med henni eins og vitlaus. Tegar hann var buinn ad drepa/rota snakinn tok hann svo upp hnif og hjo af honum hausinn. Sigri hrosandi sagdi hann okkur svo ad vid fengjum ad smakka snak i kvoldmat. Tegar vid komum i torpid tar sem vid gistum urdu allir mjog anaegdir ad fa snak. Adalmaturinn okkar var nu sam kjuklingarettur en vid fengum lika sma af snaknum. Hann var reyndar svo sterkt kryddadur ad eg og Frakkinn gatum ekki nema rett smakkad, en hann smakkadist bara agaetlega. I torpinu vorur tveir litlir stakar sem voru rosa spentir tegar vid tokum af teim myndir og leyfdum teim svo ad sja taer. Um nottina svafum vid a fletum i bambuskofa.

Vid voknudum eldsnemma vid hanagal, enda er fullt af lausum haenum (og t.a.l. honum og ungum) i ollum torpum her. Tegar eg vaknadi almennilega komst eg ad tvi ad tad hofdu um tad bil 20 bit baest i hop teirra 20 sem eg hafdi fyrir, gaman, gaman. Tad gleymdist samt fljott tegar vid logdum af stad i gonguna enda matti eg hafa mig alla vid i ad halda i vid Nong og Koreumannin (Jay)/ Eftir um 1 1/2 tima gongu komum vida ad ltilli a tar sem vid bodudum okkur. Vid Fridrik og leidsogumadurinn stukkum fram af kletti og ofan i hyl tar fyrir nedan, oborganleg lifsreynsala tetta. Stutt fra fossinum var svo torp sem ad vid stoppudum i og fengum okku hadegsmat. Vid aetludum aldrei ad geta drullad okkur af stad aftur tvi ad tad var svo heitt, meira ad segja Nong var nog bodid. En af stad forum vid og eftir nokkurra tima gongu komum vid i stort torp (ca. 40 fjolskyldur) tar sem ad vid gistum tessa nott. Fljotlega eftir ad vid maettum hrugudust i kring um okkur litlir krakka-pukar. Tau voru svo saet ad vid vorum alvarlega ad hugsa um ad stela nokkrum. Eg leyfdi teim ad taka myndir og vidjo a litlu myndavelina mna og vid tokum fullt af myndum af teim. Tau voru svo otrulega glod yfir ollu og vor anaegd bara yfir ad fa ad sitja hja okkur. Tad er eiginlega ekki haegt ad lysa teim tid verdid bara ad bida eftir myndunum. Um kvoldid klaeddu svo nokkrir krakkar sig i hefdbundin fot aettbalksins og donsudu og sungu fyrir okkur. Aftur svafum vid svo i bambushusi.

Tennan morgun byrjudu blessadir hanarnir enn fyrr ad gala og haettu ekki fyrr en um kl. 7, skrattakollarnir. Eftir morgunmat forum vid i stutta og heldur letta gongu nidur ad a tar sem ad vid forum i rafting, fyrst a gummibat og svo a bambusfleka. Tad var ekki mjog mikid vatn i anni tannig ad stor hluti timans a gummibatnum for i ad losa sig af steinum. Tegar ain vard lygn stukkum vid svo uti og syntum sma - alveg otrulega gott tegar madur er gegblautur af svita. Eftir tetta var svo keyrt aftur i baeinn og tar med var tessari yndslegu, en erfidu, ferd lokid.

A hotelinu nyttum vid okkur svo nutimataegindi i botn en eg kann vissulega mun betur ad meta heita sturtu nuna en adur. Nuna sit seg svo a internet-cafe klora mer i bitunum minum og rembist vid ad koma tessari sogu a blad. Eg se ad tessi saga er ordin ansi long og haetti tvi nuna. Vonandi endist einhver til ad lesa tessa longu-vitleysu.

Solarkvedja fra Thailandi.

© Ísak Sigurjón, 2006 ⊥ HTML 4.01CSS