29 nóvember 2006

Alveg hreint sjóðandi, bullandi, snarvitlaus...

Hversu margir hafa á undanförnum dögum séð einhvern í umferðinni sem augljóslega á ekki að hafa bílpróf? Eða er þetta kannski bara ég?

Það er mjög gott að ég er ekki mikið á bíl úti í umferðinni. Ég þoli nefnilega alls ekki fólk sem annað hvort kann ekki umferðarrelgurnar eða kýs að fara ekki eftir þeim. Þegar það kom svo snjór í Reykjavík virtist fólk alveg gleyma því að það er til eitthvað sem heitir umferðarreglur!

Á síðustu 10 dögum hafa alveg ótrúlega margir gert eitthvað ótrúlega heimskulegt akandi í bíl nálægt mér. Einn bakkaði á miklum hraða út úr bílastæði við húsið sitt, yfir aðra akreinina og stoppaði þvert á hinni, beint fyrir framan mig. Sem þurfti að negla niður til að lenda ekki á fína jeppanum hans. Maðurinn horfði svo á mig stórum augum þegar ég lagðist á flautuna eins og ég ætti bara ekkert að vera að keyra þarna á götunni. Annar fór af stað á rauðu ljósi fyrir framan mig. Ég bíbbaði til að benda honum á að þetta mætti ekki. Viðkomandi stoppaði. Svo kom grænt ljós. Eftir 30 sek. gafst ég upp og bíbbaði aftur til að hann/hún færi af stað. Í tvígang hef ég svo lent í því að fólk sem er að koma á móti mér og ætlar að beygja til vinstri yfir mína akrein ekur bara í veg fyrir umferðina...og þar með mig. Annað skiptið var greinilega vegna gífurlegs þekkingarleysis en hitt skiptið var augljóslega planað þar sem að það lá við að bíllinn prjónaði af stað til að ná að komast á undan mér.

Hér á "fólk er fífl" alveg einstaklega vel við.

Aaaaaaaaaarrrrrrrrg

Kveðja, Gribban með road-rage.

27 nóvember 2006

Bloggað fyrir Kramer

Úff, úff, úff. Erfið helgi. Í réttri röð: Djamm, þynnka, skvass í þynnku, vinna í þynnku og með ótæpilegan skjálfta í spaðahendinni, laufabrauðsgerð. Allt mjög skemmtilegt. Tja, já, nema þynnkan. Hún skemmdi líka mikið af hinu. Helvítis vesen. Aldrei, aldrei aftur.

En það var samt alveg fáránlega gaman í skvassi. Sé fram á að það verði nýjasta æðið hjá mér. Það hefur reyndar þá leiðinlegu aukaerkun að ég get ekki skrifað og ekki drukkið með hægri hendi, en það hlýtur að jafna sig. Greyið Ísak verður bara alltaf að fara tvöfalda tíma þannig að ég geti líka verið með. Þú hefur nú bara gott af því Skaki minn. Svo kemur líka bráðum skvass-einkakennarinn minn til landsins. Hann veit bara ekki ennþá að hann er einkakennarinn minn. Reyndar hefur hann meira að segja neitað að kenna mér á þeim forsendum að ég sé svo erfið. Hér með fellur sá dómur ómerkur niður af því að ég vil það.

Laufabrauðsgerðin gekk ekkert smá vel. Við fengum meira að segja þá ánægju að gefa innflytjenda frá Rússlandi innsýn inn í íslenskar jólahefðir. Alltaf gaman að því þegar fólk sem flyst til landsins leggur sig fram við að kynnast landi og þjóð.

Jæja Kramer, ég bloggaði. Nú þú!

08 nóvember 2006

Bloggað í skólanum

Jæja, hér hefur ekki verið bloggað í ár og öld.

Það er bara svo brjálað að gera að ég hef ekki fundið tíma til að þess.

Nú fann ég hins vegar alveg ágætis blogg-tíma; lyfjafræðifyrirlestur sem fjallar um lyfjamælingar í blóði. Úff púff.

Ég er búin að fá ógeð á prófkjörsumræðu. Endalaust er þetta í fréttum, heilsíðuauglýsingar í blöðunum og svo er tekið viðtal við frambjóðendur í beinni um stöðu mála þegar búið er að telja 30% atkvæða. Hvaða rugl er þetta eiginlega? Getur fólk ekki bara fylgst með frambjóðendum í sínum flokki og svo mætti bara tilkynna þegar búið er að telja hver niðurröðunin var. Kannski er þetta bara ég.

Mér finnst samt undralegt hvernig svipaðir en ótengdir hluti gerast á svipuðum stað í tíma og rúmi. Fyrir nokkrum vikum var allt fullt af fréttum um svakalegar nauðganir. Núna eru hús að brenna út um allt, ýmist fyrir slysni eða af því að kveikt var í. Sem betur fer hefur enginn dáið enn, en tveir liggja þungt haldnir á sjúkrahúsi.

Ótrúlega undarlegar tilviljanir.

Allt annað mál: Mjög skondið að setja maríjúana í hamborgara og selja löggunni þá. Kannski ungir frjálshyggjumenn ættu að prófa að gera þetta áður en þeir reyna að selja áfengi út á götu aftur. Gengi kannski betur ef lögreglan væri dópuð.

Kveðja, Fréttapælarinn.

Bloggað í skólanum

Jæja, hér hefur ekki verið bloggað í ár og öld.

Það er bara svo brjálað að gera að ég hef ekki fundið tíma til að þess.

Nú fann ég hins vegar alveg ágætis blogg-tíma; lyfjafræðifyrirlestur sem fjallar um lyfjamælingar í blóði. Úff púff.

Ég er búin að fá ógeð á prófkjörsumræðu. Endalaust er þetta í fréttum, heilsíðuauglýsingar í blöðunum og svo er tekið viðtal við frambjóðendur í beinni um stöðu mála þegar búið er að telja 30% atkvæða. Hvaða rugl er þetta eiginlega? Getur fólk ekki bara fylgst með frambjóðendum í sínum flokki og svo mætti bara tilkynna þegar búið er að telja hver niðurröðunin var. Kannski er þetta bara ég.

Mér finnst samt undralegt hvernig svipaðir en ótengdir hluti gerast á svipuðum stað í tíma og rúmi. Fyrir nokkrum vikum var allt fullt af fréttum um svakalegar nauðganir. Núna eru hús að brenna út um allt, ýmist fyrir slysni eða af því að kveikt var í. Sem betur fer hefur enginn dáið enn, en tveir liggja þungt haldnir á sjúkrahúsi.

Ótrúlega undarlegar tilviljanir.

Allt annað mál: Mjög skondið að setja maríjúana í hamborgara og selja löggunni þá. Kannski ungir frjálshyggjumenn ættu að prófa að gera þetta áður en þeir reyna að selja áfengi út á götu aftur. Gengi kannski betur ef lögreglan væri dópuð.

Kveðja, Fréttapælarinn.

© Ísak Sigurjón, 2006 ⊥ HTML 4.01CSS