Mjög sjálfhverft blogg
Þegar ég horfi út um gluggan minn virðist vera komið sumar. Það er bara plat. Úti er ískalt. Fæ gæsahúð og stinnar geirur bara af því að kíkja út í dyr. Þetta er samt skárra en norðan-snjóbylurinn sem er á Norðurlandi.
Mig langar að vera komin í sumarfrí. Finnst að allir í heiminum séu búnir í skólanum nema við litlu greyin sem erum í rannsóknarverkefnum.
Ég er nr. 29 í valröð fyrir medicine og kirugiu. Doltið aftarlega en það skiptir ekki öllu. Veit hvort sem er ekki almennilega hvar ég vil byrja. Kemur allt saman í ljós. Allavega engin valkvíði hjá mér. Kasta bara upp krónu ef það verður eitthvert val.
Góðar fréttir: Ég er að fara að jubilera 15.-16. júní. Fæ fiðring í magann af því að hugsa um það. Það verður skemmtilegt og skrýtið að hitta alla MA-félagana aftur. Suma hef ég ekki hitt í 5 ár. Svo kemst ég líka sennilega til Krítar í lok júní. Enn meiri fiðringur í magann!
Slæmar fréttir: Hausinn á mér er fullur af sumri, jubileringu og draumi um utanlandsferð þegar hann á að vera stútfullur af fyrirlestri og ritgerð. Verð að reyna að breyta þessu. Ekki seinna vænna.