Alveg hreint sjóðandi, bullandi, snarvitlaus...
Hversu margir hafa á undanförnum dögum séð einhvern í umferðinni sem augljóslega á ekki að hafa bílpróf? Eða er þetta kannski bara ég?
Það er mjög gott að ég er ekki mikið á bíl úti í umferðinni. Ég þoli nefnilega alls ekki fólk sem annað hvort kann ekki umferðarrelgurnar eða kýs að fara ekki eftir þeim. Þegar það kom svo snjór í Reykjavík virtist fólk alveg gleyma því að það er til eitthvað sem heitir umferðarreglur!
Á síðustu 10 dögum hafa alveg ótrúlega margir gert eitthvað ótrúlega heimskulegt akandi í bíl nálægt mér. Einn bakkaði á miklum hraða út úr bílastæði við húsið sitt, yfir aðra akreinina og stoppaði þvert á hinni, beint fyrir framan mig. Sem þurfti að negla niður til að lenda ekki á fína jeppanum hans. Maðurinn horfði svo á mig stórum augum þegar ég lagðist á flautuna eins og ég ætti bara ekkert að vera að keyra þarna á götunni. Annar fór af stað á rauðu ljósi fyrir framan mig. Ég bíbbaði til að benda honum á að þetta mætti ekki. Viðkomandi stoppaði. Svo kom grænt ljós. Eftir 30 sek. gafst ég upp og bíbbaði aftur til að hann/hún færi af stað. Í tvígang hef ég svo lent í því að fólk sem er að koma á móti mér og ætlar að beygja til vinstri yfir mína akrein ekur bara í veg fyrir umferðina...og þar með mig. Annað skiptið var greinilega vegna gífurlegs þekkingarleysis en hitt skiptið var augljóslega planað þar sem að það lá við að bíllinn prjónaði af stað til að ná að komast á undan mér.
Hér á "fólk er fífl" alveg einstaklega vel við.
Aaaaaaaaaarrrrrrrrg
Kveðja, Gribban með road-rage.