Einstakt tækifæri!
Jæja gott fólk. Nú langar mig að vita hverjir eru, að ykkar mati, mínir helstu kostir og gallar. Koma svo, allir svara. Ekki oft sem svona tækifæri býðst :)
Hrósið fær...
...Ómar Sigurvin fyrir að vera frábær. Hann gerði við mig besta samning í heimi. Hann gaf mér eina fyndustu og mest pirrandi mynd í heimi, Office Space. Hann keypti handa mér Pepsi Max og kom með til mín. Hann keyrir úr Grafarvovgi til að fara í ísbíltúr í Vesturbæinn. Hann lét fjölskylduna mína gefa mér frábæra afmælisgjöf. Til hvers meira getur maður ætlast af vinum sínum? Veit ekki hvað öðrum finnst en ég held að hann hafi náð toppnum! Ómar, viltu taka mynd af þér þegar þú ert búinn að lesa þetta? Langar svo að sjá hvað þú roðnar mikið ;)
Ég vil gera heiminn betri
Vá hvað ég er fegin að það er hægt að finna allt á netinu. Annars gæti það endað þannig að ég þyrfti að ákveða sjálf hvað mér finnst. Það væri nú ekki gott Ég er líka fegin að ég virðist bara vera ágætis manneskja.
Your ideals mostly resemble that of a Humanist. Although you do not have a lot of faith, you are devoted to making this world better, in the short time that you have to live. Humanists do not generally believe in an afterlife, and therefore, are committed to making the world a better place for themselves and future generations.
20% scientific. 80% reason-oriented.
|
|
Take this quiz at QuizGalaxy.com
|
Sex Inspectors
Hvað fær fólk til að fara í sjónvarpið með kynlífsvandræði sín? Hvað fær fólk til að berhátta sig fyrir framan myndavélar frá sjónvarpsstöð þegar það er svo viðkævmt fyrir eigin útliti að það vill ekki einu sinni að makinn sjái meira en andlitið? Hvernig dettur fólki í hug að gera þetta áður en það reynir að bjarga einhverju sjálft? Hvernig væri t.d. að prófa að gera eitthvað sem makinn vill til að gleðja hann og athuga hvort spennan minnkar ekki smá? Nei, nei! Sjónvarpsmyndavélar og athygli heimsins er greinilega málið. Kannski er þetta fólk bara að sækjast eftir því. Kannski fær þetta fólk eitthvað út úr því. Maður spyr sig!
Köld og blaut
Var að koma heim úr Kringlunni. Ákvað að ég hefði nú bara gott af því að labba þangað. Skellti iPod-inum í eyrun og þarmmaði af stað. Þrammið hætti reyndar fljótlega vegna þrálátra verkja í fótum eftir óþarflega mikla heilsurækt gærdagsins. Ég skreiddist því einhvernvegin áfram meðan rigningin, sem var bara smá úði þegar ég lagði af stað, breyttist í dembu. Þegar ég komst í Kringluna rann vatnið úr hárinu á mér og buxurnar höfðu tekið á sig nýjan og mun dekkri lit. Ég lauk innkaupum á methraða og komst að því að strætó átti að fara eftir 2 mín. Snilld...gat nefnilega ekki hugsað mér að labba aftur heim. Fór út í skýli...beið í f***ings 30 mín eftir strætó. Varð mjög kalt af biðinni. Held að ég þurfi heita sturtu og kakóbolla til að ná líkamshitanum upp fyrir 35°C. Það sem gerir þetta ennþá skondnara eru ófarir gærdagsins. Þá ákvað ég að það væri upplagt að fara út að skokka. Ekkert nauðsynlegra í prófum en hreyfing og ferskt loft, ekki satt? Vissi reyndar að það var smá rigning en það er bara gott að skokka í rigningunni, loftið miklu betra og svona. Lagði af stað og uppgötvaði að það var miklu, miklu meira en smá rigning. Þrjóskan alræmda gerði það þó að verkum að mér datt ekki í hug að fara eitthvað styttra en ég hafði ætlað mér í upphafi. Kom þess vegna heim nokkrum kílóum þyngri en þegar ég lagði af stað. Held að vegfarendur sem mættu mér hafi haft verulegar áhyggjur af geðheilsu minni. Afleiðing þessara hræðilegu ófara er sú að nú neita ég að fara út úr húsi nema vera sótt á bíl alveg upp að dyrum. Og hananú!
Magic = óvirkur heili og svefnleysi
Jæja þá er eitt skítaprófið búið. Var súperstressuð í gærkvöldi. Hringdi í Ísak og bað hann að koma með Magic og mat handa mér. Hann mætti með umbeðnar vörur og Robba sem gaf mér Toblerone. Þeir eru algjör yndi. En aftur að mér. Um ellefu leytið drakk ég mitt Magic. Ætlaði aldeilis að halda góðum dampi til svona tvö og læra ógisslega mikið. Um eitt gafst ég upp, heilinn var því sem næst alveg hættur að starfa og augun komin í kross. "Greinilegt að Magic virkar álíka vel og vatnsglas!" Hugsaði ég pirruð og þreytt. Skreiddist inn í rúm og þá, já þá, ákvað draslið í Magic-eitrinu að fara að virka. Svefninn kom seint og var afskaplega gloppóttur. Rúmlega fimm var ég glaðvöknuð og ákvað að læra meira. Hefði eins getað lesið klámblað eins og þessar lyfjafræðiglósur. Klukkan hálf sjö var syfjan farin að sækja ansi hart á mig og ég lagði mig aftur og "blundaði" allan tímann á símanum. Þið getið ímyndað ykkur hvað ég var roslega hress og skýr í kollinum í prófinu! Aldrei, aldrei aftur mun ég innbyrða þetta Magic-ógeð. Af prófinu er það annars að frétta að ég vona bara að ég hafi náð a.m.k. 4,75. Spennandi að sjá hvort það tókst. Í dag verður svo slakað aðeins á. Andlegur undirbúningur undir næstu törn. Tvær vikur af meinafræði-maniu. Gerist ekki mikið betra en það ;) Að lokum: Til hamingju Ísland með að Silvía Nótt fer til Aþenu fyrir okkar hönd. Vona bara að fólk fatti hana.
Ég er drykkjusvoli
Ég er búin að drekka svo mikið kaffi í dag að það nægði örugglega til að halda þremur fullvöxnum karlmönnum vakandi í fjóra sólahringa. Ég er samt ennþá sybbin! Í staðinn fyrir að vera hress er ég nú með hausverk og vöðva spennta upp úr öllu valdi, hraðan hjartslátt, ógleði og óeðlilega mikla svitamyndun. Ekki alveg tilætluð áhrif. Fróðleiksmoli dagsins: Þetta kallast auka/hjá/hliðar-verkanir, krakkar mínir, og þær eru oft skammtatengdar. Held að nú þurfi að leita á náðir sterkari lyfja en koffíns, t.d. góðs nætursvefns.
Hrósið fær...
...Hjörtur frændi minn fyrir mjög skemmtilega bloggfærslu. Því bendi ég ykkur, lesendur góðir, á að fara inn á bloggið hans Hjartar og lesa þar færsluna ,,Hugrenningar brjálæðings". Hún er skemmtileg. Drengurinn er greinilega laumu-penni.
Pæling
Ég þoli ekki fólk sem getur ekki séð neitt nema rassgatið á sjálfu sér! Svoleiðis fólk gerir mig alveg brjálaða. Stundum þarf fólk einfaldlega að sætta sig við að hafa hlutina einhvernvegin öðruvísi en það óskar helst þannig að öðrum líði betur. Annað er eigingirni, frekja, vanþroski og alveg endalaust margt annað sem ég ætla ekki að telja upp hér. Hvernig getur sumu fólki fundist eigin líðan miklivægust? ALLTAF! Tja...maður spyr sig. Annars er helst í fréttum að ég hef fjóra daga til að læra undir þetta blessaða lyfjafræðipróf. Væri alveg til að hafa svona átta! En ég verð bara að vinna á tvöföldum hraða. Redda því nú líklegast eins og öðrum svona smáatriðum :S Yfir og út :)
"Frétt"
Stundum finnst mér undarlegt hvað ratar í blöðin, eða í þessu tilfelli á fréttavefi. Í dag var fjallað um norska könnun á mbl.is. Í könnuninni kom nefnilega í ljós að "hjón eða pör með börn eru þrisvar sinnum líklegri til að skiptast á kossum en þeir sem búa einir". Detti mér allar dauðar lýs úr höfði! Hvernig getur mögulega staðið á þessu? Er virkilega fréttnæmt að fólk sem býr með öðrum skiptist frekar á kossum en þeir sem búa einir? Mín eigin reynsla er allavega sú að kossarnir séu mun færri þegar ég er ein í kotinu. Annað í fréttinni fannst mér öllu alvarlegra. Ekki voru það í sjálfu sér niðurstöðurnar sem vöktu athygli mína heldur hvernig þær voru túlkaðar: Fleiri konur eða 53% sögðust kyssast oft en einungis 44% karla. Trúlegt þykir að mismuninn sem þarna má finna á milli ,,kyssenda" og ,,kossaþega" megi skýra með þeim hætti að börn hljóti marga kossa. Þarna sýnist mér að kossar sem foreldri smellir á barn séu taldir með en ekki gert ráð fyrir því að konur get kysst hver aðra! Undarlegt mál það. Greinilegt að ekki er gert ráð fyrir því að fólk geti kysst fullorðinn einstakling af sama kyni, hvorki vini né elskendur. Aldeilis hreint merkilega fordómafullt!
Ég er með lítið hjarta...
...og sumar auglýsingarnar frá umferðarstofu valda stingjum í því! Til dæmis þessi hér.
Fyrsta bloggið :)
Jæja, fyrst litli bróðir bjó til útlit á bloggið mitt þá verð ég víst að blogga. Fyrst verð ég nú bara að þakka mínum yndislega bróður fyrir að nenna að vesenast svona fyrir mig: Takk elsku besti Ísak, þú ert yndi! Í gærkvöldi fór ég í alveg gífurlega gott kaffiboð til Skaka; fékk súkkulaði-möndlu-kaffi (nammi namm) og nýbakaða furstaköku með rjóma! Það sem var ennþá betra var að fá aðra nýbakaða furstaköku með mér heim...Hún er öll eftir ennþá, verður kvöldsnakkið mitt :) Dagurinn í dag fór svo í lærdóm eins og lög gera ráð fyrir stuttu fyrir próf. Komst að því að mér finnst mjög leiðinlegt að skoða smásjársýni...þau valda hausverk og ógleði! Framantalin einkenni hafa nú bæst ofan á þreytu og mjög svo slæmt útlit sem fylgir próflestri. Alls ekki gott mál. Ég er í fýlu út í konuna sem býr til stjörnuspána á mbl.is. Spáin mín þennan daginn hljómar svona: Steingeitin eyðir ótrúlega miklum tíma í að reyna að vera fullkomin. Allt sem hún þarf að gera er að vera hún sjálf. Hvað fjármálin varðar, mun vinátta við krabba eða fisk koma báðum til góða. Ég eyði engum tíma í að reyna að vera fullkomin þar sem ég ER fullkomin. Hvaða bull er þetta? Ég bara spyr. Í þeirri veiku von að hinn hlutinn af spánni gæti verið réttur væri ég alveg til í að fá að vita hverjir eru annaðhvort í fiska- eða krabbamerkinu. Hversu lengi ætli ég haldi út að blogga? Ég spái því að ég bloggi oft alveg þangað til ég verð búin í prófum!
Ég er svo dugleg...
Ég hlýt bara að vera snillingur. Mér tókst að setja linkana inn á síðuna mína alveg sjálf! Það kenndi mér það heldur enginn, ég bara fattaði hvernig átti að gera það :)
Húrra fyrir mér!
|